<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júlí 18, 2003

Hann Valgarður er svo fyndinn strákur. Við morgunverðarborðið áðan söng hann hástöfum 'kondu við so að sólskinið sjá þig, sveifla hak og éta nýjan skóg, hey!'

fimmtudagur, júlí 17, 2003

Úff. Mikið hlakka ég til þegar þessu leikskólafríi lýkur. Ég er alveg gersamlega komin með upp í kok af Stubbunum, Bangsímoni, Tuma tígur og Múmínálfunum. Drengirnir eru alveg steinhættir að vilja horfa á Línu langsokk, kvenofurhetju Nietzches (hvernig í ósköpunum það er sosum skrifað), mér til nokkurrar armæðu. Mér fannst nefnilega alveg ferlega sniðugt að þeir skyldu horfa á kvenkyns hetju, það væri nú gott fyrir framhaldið.

Alveg er það dæmigert að þau sem ákveða lokun á leikskólum sé fólk sem á ekki börn á leikskólaaldri. Það ætti að kaghýða þetta pakk.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?