<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 18, 2003

Þórhildur systir mín er loksins komin heim frá Berlín og tekin til við að passa lotningarfulla frændur sína.

'Pabbi, hvar býr Þórhildur frænka?'

'Hún býr hjá ömmu og afa Sigurði.'

'Já. Hún býr ekki lengur í Berlín.'

Skýr strákur, Jóhann. Hann virðist reyndar vera búinn að ráða hana móðursystur sína í vinnu sem þernu. Um daginn vorum við í mat hjá mömmu og Sigurði og fengum skyr, uppáhald drengjanna (makalaust hvað þeir geta étið af skyri), í eftirmat. Jói var búinn með góðan skammt en vildi meira. Þórhildur var staðin upp frá borðinu.

'Þórhildur!!!' æpir drengurinn og það er auðséð að það er Þórhildur og enginn annar sem á að skenkja honum skyrið.

Við urðum alveg máttlaus af hlátri.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?