<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 07, 2004

Eitt fynd fyrir Valla

Í morgun fór ég með hann Valgarð son minn upp á Greiningamiðstöð í áframhaldandi greiningu. Þar töluðum við við barnasálfræðing, sem lagði alls konar púsl og þrautir fyrir drenginn, sem hann leysti sumar hverjar eins og skot, á meðan aðrar urðu til þess að áhuginn fór út og suður og allir litir urðu gulbláir eða blábleikir.

'Hvað vantar á myndina?' spurði sálfræðingurinn og sýndi honum mynd af þremur blómum í vasa. Á eitt blómið vantaði stilkinn.

'Það vantar rófuna á blómið!' sagði Valli hástöfum.

Þá byrjaði ég að flissa og er ekki enn hætt...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?