<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Tjaldurinn kominn?

Pabbi gamli var að undirbúa kvöldlestur fyrir litla menn. Núna erum við að lesa þá snilldarsögu Pípuhatt galdrakarlsins eftir elskuna hana Tove Janson. Jói er ægilega spenntur fyrir hinum myrku og dularfullu myndum sem leynast í þeirri bók.

'Pabbi, hvar er tjaldurinn?'

'Tjaldur? Það er enginn tjaldur í þessari bók.'

Jú, tjaldurinn sem múmínfjölskyldan býr í á eyðieyjunni!'

Obboslega er gaman að fylgjast með málþroska barna. Núna þurfum við að finna til myndir af tjaldi - fuglinum, sko - handa honum að skoða.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?