<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 28, 2005

Íslands óhamingja

Það er fátt sem ég þoli verr en öskrandi börn, ekki síður þegar þau eru mín eigin.

Jói litli er ósköp þreyttur eftir langan og erfiðan dag í skólanum og er með allt á hornum sér núna, volar og vælir yfir öllu mögulegu og ómögulegu. Valgarður er sko ekki lengi að finna auman blett á bróður sínum og tók að kalla hann múmínsnáða, sem lagðist ekki vel í minn mann.

,Mamma,' sagði sá stutti við mig óðamála og í klögunartón, ,Valli er að kalla mig múmínsnáða!'

,Íslands óhamingju verður allt að vopni,' svaraði ég.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?