<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Nonni og Manni fara á sjó

Gyða og Flemming gáfu drengjunum fagurlega myndskreytta bók um Nonna og Manna og einnig hljóðbók með sama efni, hljóðbók sem er reyndar alveg kostuglega gamaldags lesin.

Eitthvað eru ritgerðarsmíðarnar farnar að hlaupa með minn mann í gönur, því að Jón stakk núna áðan upp á titlinum Nonni og Manni fara á fyllerí, síðan kæmi bókin Nonni og Manni fara á kvennafar og að lokum Nonni og Manni fara á Vog.

Manni finnst þetta eiginlega nálgast guðlast...samt fannst mér Nonnabækurnar alltaf hundleiðinlegar og vildi frekar lesa Línu langsokk.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?