<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Jói fann gamalt jólakort sem spilar jólalög og sat lengi með það og skoðaði í bak og fyrir. Þegar ég var orðin leið á þessu jólagauli sagði ég:

'Jói minn, jólin eru nú ekki alveg komin!'

'Þau eru það bara víst!!' svaraði Valli fyrir hönd bróður síns, sem horfði bara opinmynntur á okkur.

Ef eitthvað er að marka Kringluna og Amazon.com þá er stutt í jólin, bara jólaskreytingar komnar upp í lok október (ekki seinna vænna) og farið að reka á eftir manni að uppfæra óskalistann sinn (eins og það lesi hann nokkur maður).

Ég segi nú bara eins og hann Sigurður stjúpi minn, Hvað gengur á?!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?