<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Pabbi gamli sat við tölvuna og Valli hamaðist með leikfangabíl í bókahillu þar skammt frá, og lagði allt kapp á að gera sem mestan hávaða með bílhræinu. Öðrum heimilismönnum leiddist þessi skarkali og þar kom að pabbi leit upp frá tölvunni og sagði: "Ef þú hættir þessu ekki Valli, þá tek ég af þér bílinn!". Ekki stóð á svari: "Ég tek þá af þér tölvuna, pabbi!" Hvernig verður þetta þegar þeir bræður eru virkilega búnir að læra rökræðulist?
Hver er tilgangurinn með þesum bloggi?? Ég meina, hver nennir að blogga úti í horni þegar sólin skín og allir hinir sleikja sólina á ylströndinni eða á Austurvelli?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?